Fjármálaeftirlitið komst hinn 18. júlí 2014 að þeirri niðurstöðu að SVN eignafélag ehf., kt. 630800-2770, væri hæft til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem nemur 20,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi. Samkvæmt tilkynningu frá SVN eignafélagi hf. frá 4. apríl 2014, fer félagið með 11,68% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
Fjármálaeftirlitið hefur metið SVN eignafélag ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
ATH: Þessi grein er frá 22. október 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.