Inngangsorð seðlabankastjóra frá fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um störf peningastefnunefndar sem var haldinn í morgun eru nú aðgengileg á vef Seðlabankans. Vefútsendingin sjálf er nú einnig aðgengileg.
Það voru Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og peningastefnunefndarmennirnir Katrín Ólafsdóttir og Þórarinn G. Pétursson sem voru á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag.