Fjármálaeftirlitið hefur hinn 24. nóvember sl. komist að þeirri niðurstöðu að félögin Íslensk eignastýring hf., Gunner ehf. og Straumur fjárfestingabanki hf. séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. sem nemur 33%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002.
Íslensk eignastýring hf. átti fyrir 21,83% hlut í Íslenskum verðbréfum hf. Gunner ehf. fer með 64,3% eignarhlut í Íslenskri eignastýringu hf. en Straumur fjárfestingabanki hf. á allt hlutafé Gunner ehf. Íslensk eignastýring hf. hefur nýtt forkaupsrétt að 8,79% hlut í Íslenskum verðbréfum hf. og fer því með 30,62% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf.