Meginmál

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 8.-19. desember 2014

ATH: Þessi grein er frá 19. desember 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Peters Dohlmans lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir reglulega úttekt á efnahagslífi aðildarlanda sinna samkvæmt fjórðu grein Stofnsáttmála sjóðsins (e. Article IV).

Skýrsla um úttektina verður gefin út í kjölfar umræðu hjá framkvæmdastjórn sjóðsins. Heimsókn sendinefndarinnar tengist jafnframt eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst 2011. Sendinefndin átti fundi með stjórnvöldum, þingmönnum, fulltrúum háskóla, einkageirans og aðilum vinnumarkaðarins.

Álit sendinefndarinnar, þar sem greint er frá helstu niðurstöðum úr viðræðum síðustu tveggja vikna, hefur verið birt á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má finna hér að neðan ásamt lauslegri þýðingu á íslensku.

Sjá hér: Yfirlýsing sendinefnd AGS (pdf)