Meginmál

Umræðuskjal vegna leiðbeinandi tilmæla um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða

ATH: Þessi grein er frá 19. desember 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 15/2014 sem inniheldur drög að leiðbeinandi tilmælum um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða (UCITS ETF). Tilmælin varða upplýsingagjöf vegna starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða (UCITS ETF) og er þeim ætlað að stuðla að því að slíkir sjóðir veiti fjárfestum upplýsingar í samræmi við bestu framkvæmd eins og hún hefur verið afmörkuð í viðmiðunarreglum Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitsins, ESMA/2014/937.

Þess er óskað að athugasemdir vegna umræðuskjalsins verði sendar Fjármálaeftirlitinu ekki síðar en 30. janúar næstkomandi.