Seðlabanki Íslands hefur sent Ríkisstjórn Íslands greinargerð í tilefni af því að verðbólga fór í þessum mánuði undir fráviksmörk. Það var í fyrsta sinn síðan verðbólgumarkmið var tekið upp að verðbólga hefur farið niður fyrir neðri fráviksmörk sem fram koma í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands um verðbólgumarkmið frá 27. mars 2001. Greinargerðin er aðgengileg hér:
Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu undir fráviksmörkum
ATH: Þessi grein er frá 30. desember 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.