Fjármálaeftirlitið hefur hinn 19. desember 2014 komist að þeirri niðurstöðu að félögin Íslensk eignastýring hf., Pivot ehf. og Straumur fjárfestingabanki hf. séu hæf til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002.
Félögin höfðu áður verið metin hæf til að fara með 33% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. Íslensk eignastýring ehf. fer nú með 58,14% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum en Straumur fjárfestingabanki hf. á allt hlutafé Pivot ehf., sem á 64,3% eignarhlut í Íslenskri eignastýringu ehf. Eignarhlutur Straums fjárfestingarbanka hf. og Pivot ehf. er því óbeinn.