Fjármálaeftirlitinu hafa borist upplýsingar um að Vátryggingaráðgjöf Stefáns Gissurarsonar ehf. bjóði neytendum þjónustu sem fellur undir miðlun vátrygginga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.
Með vísan til framangreinds og 2. mgr. 59. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að nefndur aðili hefur ekki leyfi til miðlunar vátrygginga og er því ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.
Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna lista yfir aðila sem hafa tilskilin leyfi til miðlunar vátrygginga og eru undir eftirliti stofnunarinnar: https://www.fme.is/eftirlit/eftirlitsskyld-starfsemi/eftirlitsskyldir-adilar/