Meginmál

Athugasemd við fyrirsögn fréttar á mbl.is

ATH: Þessi grein er frá 2. febrúar 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Rétt áðan birtist á vef Morgunblaðsins frétt með fyrirsögninni: Skoða leka úr Fjármálaeftirlitinu. Af þessum orðum mætti ráða að gögn með upplýsingum sem varða bankaleynd hefðu borist frá Fjármálaeftirlitinu.

Fjármálaeftirlitið hefur í yfirlýsingum sínum og svörum til fjölmiðla tekið skýrt fram að ekkert bendi til þess að gögn hafi lekið frá Fjármálaeftirlitinu. Að mati Fjármálaeftirlitsins er ekkert í meginmáli fréttar mbl.is sem styður fyrirsögn hennar.