Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út skýrslu til Ráðsins og Evrópuþingsins á grundvelli 2. mgr. 85. gr. reglugerðar nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (European Market Infrastructure Regulation, EMIR reglugerðin). Miðlægur mótaðili er lögaðili sem gengur á milli mótaðila að samningum og gerist þar með kaupandi gagnvart hverjum seljanda og seljandi gagnvart hverjum kaupanda. Skýrslan fjallar um mat á árangri og viðleitni miðlægra mótaðila við þróun tæknilegra lausna fyrir yfirfærslu lífeyriskerfa á öðrum tryggingum en reiðufé vegna viðbótartryggingarkrafna og þörf á ráðstöfunum til að auðvelda slíkar lausnir.
Skýrsla um útfærslu á EMIR reglugerðinni
ATH: Þessi grein er frá 2. mars 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.