Meginmál

Líftryggingamiðstöðinni hf. veitt leyfi fyrir nýjum greinarflokki vátrygginga

ATH: Þessi grein er frá 9. mars 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 9. janúar 2015 beiðni Líftryggingamiðstöðvarinnar um leyfi fyrir nýjum greinarflokki vátrygginga og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess.

Hið aukna starfsleyfi fólst í heimild félagsins fyrir nýjum greinarflokki, áhættu- og söfnunarlíftryggingar með fjárfestingaráhættu, sbr. a-d lið 3. tl. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi.