Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitið (European Securities and Markets Authority (ESMA) hefur birt á heimasíðu sinni umsagnir um tæknistaðla sem setja á með stoð í tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (Markets in Financial Instruments Directive (MiFID2)) og reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (Markets in Financial Instruments Regulation (MiFIR)).
Gert er ráð fyrir að MiFID2 tilskipunin og MiFIR reglugerðin verði teknar inn í EES-samninginn á næstu misserum og í kjölfarið innleiddar í íslenskan rétt.