Meginmál

Málstofa "Við höfum séð þetta allt áður: Saga fjármálakreppa á Íslandi 1875-2013"

ATH: Þessi grein er frá 30. mars 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálakreppan á Íslandi árið 2008 var gríðarlega umfangsmikil og hafði mikil efnahagsleg áhrif. Hún var hins vegar ekki fyrsta fjármálakreppan sem skollið hefur á hér á landi. Á síðustu einni og hálfri öld hafa orðið yfir tuttugu fjármálakreppur hér á landi af ólíkum tegundum. Þær hafa gjarnan fylgst að og við berum við því kennsl á sex stórar og „fjölþættar“ fjármálakreppur sem skollið hafa á á u.þ.b. fimmtán ára fresti. Frekari greining á þessum sex stóru kreppum sýnir svo ekki verður um villst að þegar kemur að fjármálakreppum þá „höfum við séð þetta allt áður“.

Niðurstöður okkar sýna t.d. að efnahagssamdráttur í kjölfar fjármálakreppa er að jafnaði um tvöfalt dýpri og varir hátt í tvöfalt lengur en í kjölfar hefðbundins efnahagssamdráttar. Þær benda einnig til þess að fimm af þessum sex fjármálakreppum eiga sér skýra samsvörun í alþjóðlegum fjármálakreppum sem skollið hafa á á sama tíma og að tvö- til þrefalt meiri hætta er á fjármálakreppu hér á landi á tímum alvarlegrar alþjóðlegrar fjármálakreppu.

Frummælandi verður Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.