Meginmál

Fjármálaeftirlitið hefur metið Fossa Finance ehf., H3 ehf. og Kormák Invest ehf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Fossum mörkuðum hf. (áður ARM Verðbréf hf.)

ATH: Þessi grein er frá 22. apríl 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 16. apríl sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að félögin Fossar Finance ehf., H3 ehf. og Kormákur Invest ehf. séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í verðbréfamiðluninni Fossum mörkuðum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Fossa ehf., Fossar Holding Limited, Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiði Magnúsdóttur hæf til að fara með virkan eignarhlut í Fossum mörkuðum hf., með óbeinni hlutdeild, í gegnum Fossa Finance ehf. Hið sama á við um Harald Ingólf Þórðarson vegna H3 ehf. og Steingrím Arnar Finnsson vegna Kormáks Invest ehf.

Fossar Finance ehf. fer með 60% virkan eignarhlut í Fossum mörkuðum hf., H3 ehf. fer með 24% virkan eignarhlut og Kormákur Invest ehf. fer með 16%.