Meginmál

Ræða seðlabankastjóra hjá IIEA í Dublin

ATH: Þessi grein er frá 6. maí 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt ræðu um fjármálakreppuna og eftirleik hennar hér á landi, um samanburð við önnur lönd og þann lærdóm sem hægt er að draga af reynslu Íslendinga hjá Institute of International and European Affairs 27. apríl síðastliðinn í Dublin á Írlandi.

Stofnunin, The Institute of International and European Affairs, er sjálfstæð stofnun sem er ein fremsta hugveita (think tank) á Írlandi á sviði Evrópumála og alþjóðamála. Markmið hennar er að stuðla að vandaðri umræðu um alþjóðleg og evrópsk málefni.

Ræða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er aðgengileg hér: Iceland's crisis and recovery: facts, comparisons, and the lessons learned (27. apríl 2015)