Kröfu í máli gegn Fjármálaeftirlitinu hafnað í héraðsdómi 11. júní 2015
ATH: Þessi grein er frá 11. júní 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Niðurstaða héraðsdóms liggur nú fyrir í máli Icelandair Group gegn Fjármálaeftirlitinu vegna ákvörðunar stofnunarinnar frá því í mars 2014 um að sekta Icelandair Group hf. (Icelandair) vegna brota gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.
Kröfum stefnanda var hafnað og ákvörðunin stendur því óbreytt. Ekki liggur fyrir hvort áfrýjað verður til Hæstaréttar.
Gera má ráð fyrir að dómurinn verði birtur á vef héraðsdómstólanna fljótlega.