Fjármálaeftirlitið gefur starfsmönnum sínum frí eftir hádegi þann 19. júní til að gera þeim kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Skrifstofa Fjármálaeftirlitsins verður því lokuð frá klukkan 12 til 16 þennan dag.
Það er okkur sönn ánægja að verða við hvatningu ríkisstjórnarinnar um að veita starfsmönnum frí á þessum merku tímamótum og hvetjum við landsmenn alla til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins.