Meginmál

Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2014 - Uppfærð frétt

ATH: Þessi grein er frá 30. júní 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2014 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlunum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Athugasemd Fjármálaeftirlitsins 2. júlí 2015
Umfang útlána til viðskiptavina var ekki rétt í skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2014 sem birt var á vef Fjármálaeftirlitsins 30. júní 2015. Mistökin má rekja til breytinga á aðferðum Fjármálaeftirlitsins við samantekt gagna fyrir skýrsluna og er beðist velvirðingar á þeim. Leiðrétt útgáfa skýrslunnar hefur nú verið birt á vef Fjármálaeftirlitsins.