Fara beint í Meginmál

Málstofa í dag um verðtryggða og óverðtryggða fjármögnun ríkissjóðs 8. september 2015

Í dag  verður haldin málstofa í Seðlabanka Íslands um mun á verðtryggðri og óverðtryggðri fjármögnun ríkissjóðs. Málshefjandi er Kjartan Hansson, sérfræðingur í Seðlabanka Íslands á sviði markaðsviðskipta og fjárstýringar. Málstofan hefst klukkan 15:00.

Málstofan í dag klukkan 15:00: 

Ríkissjóður: Verðtryggð eða óverðtryggð fjármögnun? Frummælandi er Kjartan Hansson, sérfræðingur í Seðlabanka Íslands á sviði markaðsviðskipta og fjárstýringar.

 

Í gær var haldin hér málstofa um áhrifin af því að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Málshefjandi  var Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School. Sjá  nánar hér: Áhrif af að draga úr skyldulífeyrissparnaði.  Hér er grein sem hann byggir erindi sitt á: Occupational Pensions, Aggretate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark.pdf  Greinin er eftir Jan. V. Hansen, Svend E. Hougard Jensen og Peter P. Stephensen.

Sjá hér lista yfir málstofur.

Málstofur Seðlabankans eru haldnar í húsnæði Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 í Reykjavík, og hefjast að jafnaði klukkan 15:00.