Upplýsingar um beina fjárfestingu erlendra aðila hér á landi og innlendra aðila erlendis hafa nú verið uppfærðar og birtar hér á vef Seðlabanka Íslands. Þar kemur meðal annars fram að bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi hafi numið um 942 milljörðum króna í árslok 2014 og að bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis hafi þá numið um 1.019 milljörðum króna.
Bein fjárfesting erlendra og innlendra aðila
ATH: Þessi grein er frá 9. september 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.