Miðvikudaginn 4. nóvember 2015 verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands kynnt og nýtt hefti af Peningamálum verður jafnframt aðgengilegt. Vaxtaákvörðunin verður kynnt með frétt sem birt verður kl. 8:55 hér á vef Seðlabankans og Peningamál verða birt kl. 9:00. Klukkustund síðar fer fram sérstök kynning á ákvörðun peningastefnunefndar og verður sú kynning aðgengileg í vefútsendingu.
Seðlabankinn tekur ekki ábyrgð á hugsanlegum hnökrum sem kunna að verða á útsendingunni.