Solvency II hefur tekið gildi 4. janúar 2016
ATH: Þessi grein er frá 4. janúar 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitið (EIOPA) hefur birt fréttatilkynningu á vef sínum þar sem sagt er frá því að Solvency II, sem er nýtt regluverk á vátryggingamarkaði, hafi tekið gildi. Á vef EIOPA hefur einnig verið opnað
nýtt svæði
þar sem Solvency II er útskýrt fyrir leikmönnum.
Upplýsingar um Solvency II
er einnig að finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.