Meginmál

Annar kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins, vegna innleiðingar Solvency II

ATH: Þessi grein er frá 18. janúar 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Annar kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins, vegna innleiðingar Solvency II, verður haldinn miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 9:00 í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, þriðju hæð. Fundurinn er einkum ætlaður fulltrúum vátryggingafélaganna, ytri og innri endurskoðendum þeirra, sem og öðrum sem áhuga kunna að hafa.

Fundardagskrá er eftirfarandi:

  • Gjaldþolsliðir (Own funds)
  • Gæði gagna
  • Hlutverk innri endurskoðanda í Solvency II

Gert er ráð fyrir að fundi ljúki kl. 10:30. Skráning fer fram á fme@fme.is og er skráningarfrestur til og með 26. janúar nk.