Meginmál

EIOPA gefur út umræðuskjal um verklag varðandi persónulegan lífeyrissparnað

ATH: Þessi grein er frá 3. febrúar 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) hefur í fréttatilkynningu á heimasíðu sinni vakið athygli á nýju umræðuskjali með tillögum stofnunarinnar um þróun innri markaðar innan Evrópusambandsins fyrir verklag varðandi persónulegan lífeyrissparnað (sem einnig er þekktur sem „Pillar III“ lífeyrissparnaður og er sambærilegur séreignarsjóðum hér á landi).

Í fréttatilkynningu EIOPA segir meðal annars að umræðuskjalið sé framlag til umræðu um hvernig frekar megi þróa verklag, þar á meðal upplýsingaskyldu, varðandi persónulegan lífeyrissparnað og mögulegt samevrópskt regluverk.