Meginmál

Hagfræðinemar í heimsókn í Seðlabankanum

ATH: Þessi grein er frá 19. febrúar 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Nemendur í hagfræði í Háskóla Íslands komu í heimsókn hingað í Seðlabanka Íslands í dag til að kynna sér starfsemina og heyra nánar af því hvað hagfræðingar eru að starfa í bankanum. Það var Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabankans sem kynnti fyrir hagfræðinemunum nokkur helstu verkefni á sviði þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans, ásamt ýmsu sem því tengist.

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.