Meginmál

Fjármálaeftirlitið gefur út tvö umræðuskjöl

ATH: Þessi grein er frá 26. febrúar 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2016 um drög að leiðbeinandi tilmælum um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og umræðuskjal nr. 2/2016 um viðmið og aðferðafræði  vegna SREP.

Markmiðið með umræðuskjali nr. 1/2016 um drög að leiðbeinandi tilmælum um innri stjórnarhætti er að skýra nánar skyldur stjórnar og stjórnenda fjármálafyrirtækja vegna ákvæða í lögum sem varða stjórnarhætti með því að tilgreina hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fullnægja þeim skyldum.

Markmiðið með umræðuskjali nr. 2/2016 um viðmið og aðferðafræði  vegna SREP er að skilgreina og kynna aðferðafræði og framkvæmd könnunar- og matsferlis Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir því að athugasemdir umsagnaraðila við umræðuskjölin berist eigi síðar en 18. mars næstkomandi.