Meginmál

Athugasemd við skrif Skjóðunnar

ATH: Þessi grein er frá 16. mars 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við skrif Skjóðunnar Fréttablaðinu í dag um eftirlit með vátryggingafélögum. Í greininni eru upplýsingar settar fram á misvísandi hátt með það markmið að kasta rýrð á störf Fjármálaeftirlitsins. Fullyrt er að Fjármálaeftirlitið sé fullkomlega gagnslaust og hafi ekkert lært af reynslunni. Fjármálaeftirlitið hafnar þessari umfjöllun.

Verklag Fjármálaeftirlitsins og þær réttarheimildir sem það starfar eftir eru gjörbreyttar frá því sem áður var. Skýr lagaákvæði eru varðandi fjárhagsstöðu vátryggingafélaga sem og afskipti Fjármálaeftirlitsins vegna starfsemi þeirra sé ástæða til.

Fjármálaeftirlitið hyggst ekki elta einstaka rangfærslur í greininni en vísar í umfjöllun á heimasíðu eftirlitsins sem birt var 7. mars og 15. mars.