Meginmál

Niðurstaða athugunar á viðskiptaháttum Landsbankans hf. vegna sölu á hlut hans í Borgun hf.

ATH: Þessi grein er frá 31. mars 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 25. nóvember 2014 seldi Landsbankinn hf. 31,2% eignarhlut sinn í Borgun hf. Kaupendur að umræddum eignarhlut voru annars vegar eignarhaldsfélagið Borgun slf. sem er í eigu hóps fjárfesta og hins vegar BPS ehf. sem er í eigu tiltekinna starfsmanna og stjórnenda Borgunar. Hluturinn var seldur á um 2,2 milljarða króna og var hann ekki seldur í opnu söluferli.