Meginmál

Umsagnarferli hafið hjá EIOPA vegna fyrirhugaðra breytinga á gagnaskilatæknistöðlum

ATH: Þessi grein er frá 7. apríl 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnunin (EIOPA) hefur í fréttatilkynningu (Opnast í nýjum vafraglugga)  á heimasíðu sinni óskað umsagnar hagsmunaaðila um fyrirhugaðar breytingar á gagnaskilatæknistöðlum og viðmiðum um upplýsingagjöf á vátryggingamarkaði skv. Solvency II.

Umsagnarferlinu lýkur 3.maí nk. og hvetur Fjármálaeftirlitið hagsmunaaðila á vátryggingamarkaði til að nýta þetta tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri. Hér má nálgast gögn og upplýsingar (Opnast í nýjum vafraglugga) til þátttöku í umsagnarferlinu.