Fjármálaeftirlitið tók til athugunar kaupaukagreiðslur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) sem veittar voru tveimur framkvæmdastjórum TM vegna ársins 2014. Hvor um sig fékk kaupauka sem nam 10% af árslaunum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum lágmarksárangri fyrir veitingu þeirra samkvæmt lykilmælikvörðum settum af stjórn TM í samræmi við kaupaukakerfi félagsins. TM rökstuddi veitingu kaupaukanna með tilvísan til 79. gr. a laga nr. 2/1995 um hlutafélög (hfl.) þ.e. að kaupaukakerfi TM væri undirskjal starfskjarastefnu félagsins sem stjórn gæti vikið frá enda hefði frávikið verið rökstutt sérstaklega með vísan til árangurs aðila í starfi og rökstuðningurinn skráður í gerðarbók stjórnar. Frávikið hefði jafnframt verið í fullu samræmi við skilyrði 55. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi (vtrl.) og reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 299/2012 um kaupaukakerfi vátryggingafélaga. TM hefði því verið heimilt að víkja að nokkru frá ákvæði kaupaukakerfis félagsins um þetta efni.
Niðurstaða athugunar á greiðslu kaupauka til tveggja framkvæmdastjóra Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
ATH: Þessi grein er frá 13. maí 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.