Ársfundur Fjármálaeftirlitsins verður haldinn þann 1. júní næstkomandi klukkan 15:00 í Salnum í Kópavogi.
Fundinn ávarpa Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri. Þá mun Sven Erik Svedman, forseti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, ávarpa fundinn sem sérstakur gestur.
Til fundarins er boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eigi síðar en 30. maí nk. til fme@fme.is