Fara beint í Meginmál

Upplýsingar um gjaldeyrisútboð 16. júní 20168. júní 2016

Seðlabanki Íslands tilkynnti hinn 25. maí sl. að haldið yrði gjaldeyrisútboð 16. júní næstkomandi þar sem bankinn býðst til að kaupa krónur í skiptum fyrir reiðufé í erlendum gjaldeyri. Nánar tiltekið er um að ræða krónur sem uppfylla skilgreiningu laga nr. 37/2016, svonefndar aflandskrónur. Útboðið fer fram fimmtudaginn 16. júní 2016 og hefst kl. 10:00 fyrir hádegi og stendur til kl. 14:00 eftir hádegi sama dag. Útboðið er liður í heildstæðri aðgerðaáætlun um losun fjármagnshafta, sbr. áætlun ríkisstjórnar Íslands og Seðlabankans um losun fjármagnshafta frá 8. júní 2015.

Hér má finna upplýsingar og gögn í tengslum við útboðið:

Fyrirspurnum aflandskrónueigenda má beina til þeirra aðila sem gert hafa samstarfssamning um milligöngu:

Arion banki hf.

Clearstream Banking S.A.

Euroclear Bank S.A./N.V.

Íslandsbanki hf.

Kvika banki hf.

Landsbankinn hf.

LuxCSD