Fara beint í Meginmál

Fjármálaeftirlitið hefur metið Arion banka hf. hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf. 10. júní 2016

Hinn 2. júní sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Arion banki hf. sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Verði tryggingum hf., sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Arion banka hf. hæfan til að fara með  100% virkan eignarhlut í Verði líftryggingum hf., með óbeinni hlutdeild.