Meginmál

Upphafstími persónutrygginga

ATH: Þessi grein er frá 29. júní 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli neytenda á að upphafstími persónutrygginga (s.s. líftrygginga og sjúkdómatrygginga) er í einhverjum tilfellum fyrr en þegar vátryggingafélag samþykkir umsókn vátryggingataka. Í 13. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga er fjallað um upphaf vátryggingatímabils og í 3. gr. ákvæðisins kemur fram að hafi vátryggingartaki sent skriflega beiðni um tiltekna vátryggingu og ljóst sé að félagið hefði samþykkt beiðnina, beri það ábyrgð við móttöku hennar. Fjármálaeftirlitið telur að í einhverjum tilfellum hafi þetta ekki verið nægilega skýrt í skilmálum tryggingafélaganna.