Meginmál

Fjármálaeftirlitið (FME) birtir upplýsingar um iðgjöld og samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga á Íslandi 2010 – 2014

ATH: Þessi grein er frá 30. júní 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

FME hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Íslandi árin 2010-2014. Félög þessi hafa höfuðstöðvar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa heimild til starfsemi á Íslandi á grundvelli IX. kafla laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum sem fjármála- og/eða vátryggingaeftirlit í viðkomandi ríkjum sendu FME. Tekið skal fram að réttmæti gagnanna er á ábyrgð viðkomandi eftirlita. Meðfylgjandi töflum er ætlað að gefa mynd af umfangi starfsemi erlendra vátryggingafélaga hér á landi og þar með heildarstærð þeirra á markaði í einstökum greinum. Hafa ber í huga að markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga getur tekið breytingum í takt við sveiflur á gengi íslensku krónunnar.

Taflan hér að neðan sýnir annars vegar bókfærð iðgjöld í nokkrum vátryggingagreinum, umreiknuð í þúsundir íslenskra króna á meðalgengi ársins og hins vegar samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga í öllum iðgjöldum sem greidd eru á Íslandi í viðkomandi vátryggingagrein.

Iðgjöld ársins

Eigna-tryggingar

Sjó-, flug- og farm-tryggingar

Ökutækja-tryggingar

Greiðslu- og efnda-vátryggingar

Ábyrgðar-tryggingar

Slysa- og sjúkra-tryggingar

Skaða-tryggingar samtals

1)

Líf-tryggingar samtals

2010

795.492

473.055

5.272

19.482

637.499

213.850

2.207.415

7.031.076

2011

461.825

1.038.833

18.513

24.781

457.361

214.291

2.278.432

6.566.612

2012

604.518

751.617

4.060

87.023

527.623

69.340

2.104.604

8.656.143

2013

505.370

617.105

21.535

154.530

493.092

189.693

2.049.513

9.892.464

2014

411.039

998.005

44.817

5.765

332.519

119.742

1.952.563

10.669.255

Markaðs-hlutdeild

2)

Eigna-tryggingar

Sjó-, flug- og farm-tryggingar

Ökutækja-tryggingar

Greiðslu- og efnda-vátryggingar

Ábyrgðar-tryggingar

Slysa- og sjúkra-tryggingar

Skaða-tryggingar samtals

1)

Líf-tryggingar samtals

2010

7,3%

14,6%

0,0%

20,8%

23,1%

4,2%

5,2%

67,5%

2011

4,3%

26,2%

0,1%

20,6%

16,8%

3,9%

5,3%

65,9%

2012

5,4%

20,6%

0,0%

55,7%

17,4%

1,3%

4,7%

71,5%

2013

4,5%

15,0%

0,1%

77,5%

16,2%

3,6%

4,5%

73,1%

2014

3,7%

21,8%

0,2%

20,2%

11,6%

2,4%

4,3%

73,3%

1) Samtala skaðatrygginga stemmir ekki við samtölu greina-undirflokka að framan þar sem nokkur ríki gefa upp starfsemi í óskilgreindum greinaflokkum

2) Ekki er tekið tillit til hlutdeildar Viðlagatryggingar Íslands