Meginmál

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birtir umræðuskjal um drög að upplýsingaskjali um vátryggingaafurðir

ATH: Þessi grein er frá 2. ágúst 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga og lífeyrismarkaði (EIOPA) sendi hinn fyrsta ágúst síðastliðinn frá sér fréttatilkynningu vegna umræðuskjals um drög að tæknistaðli fyrir upplýsingaeyðublað varðandi skaðatryggingar. Markmiðið er að samræma framsetningu upplýsinga um vátryggingaafurðir. Upplýsingablaðið fær viðskiptavinur í hendur áður en hann tekur ákvörðun um vátryggingu.

Boðið er upp á að senda inn athugasemdir til EIOPA fyrir lok 24. október næstkomandi.