Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, flutti erindi á sjöttu alþjóðlegu rannsóknarráðstefnu Seðlabanka Filippseyja sem fór fram í Manila í síðustu viku. Titill ráðstefnunnar var 6th BSP International Research Conference - Revisiting macro-financial linkages: Looking back and looking ahead.
Í erindi sínu fjallaði Þorvarður Tjörvi um niðurstöður nýútkominnar rannsóknarritgerðar um fjármálasveifluna á Íslandi yfir ríflega aldartímabil, en höfundar ritgerðarinnar eru auk Tjörva, þeir Bjarni G. Einarsson, Kristófer Gunnlaugsson og Þórarinn G. Pétursson. Ritgerðin verður gefin út í ráðstefnuriti Seðlabanka Filippseyja á næsta ári. Í erindinu var m.a. fjallað um skilgreiningu og mælingu á fjármálasveiflunni, megineinkenni hennar og hversu sterk áhrif alþjóðlegu fjármálasveiflunnar virðast vera á þá innlendu, jafnvel við afar ólíka umgjörð hagstjórnar á þessu langa skeiði.
Við flutning erindisins studdist Þorvarður Tjörvi við efni í meðfylgjandi kynningarskjali.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér.
Tengt efni:
Önnur erindi um fjármálasveifluna á Íslandi á ráðstefnum og málstofum, bæði innanlands og erlendis: