Meginmál

Fjármálaeftirlitið fjallar um stöðu lífeyrissjóðanna 2015

ATH: Þessi grein er frá 27. september 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur birt samantekt yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða við árslok 2015. Efnið er unnið úr þeim gögnum sem Fjármálaeftirlitinu hafa borist frá Lífeyrissjóðum og vörsluaðilum séreignarsparnaðar miðað við árslok 2015. Lífeyriskerfið er öflugt og heldur áfram að stækka í efnahagslegu tilliti. Á liðnu ári voru starfandi 26 lífeyrissjóðir í 76 deildum samtryggingar og séreignar. Aðrir vörsluaðilar séreignasparnaðar voru sjö talsins. Tryggingafræðileg staða samtryggingadeilda lífeyrissjóða heldur áfram að batna. Eftir sem áður er staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sú að þeir eru með umtalsverðan halla.