Annað tölublað ársins af Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu fjallar Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu um lífslíkur eftir þjóðfélagsstöðu. Þá eru í blaðinu greinarnar: Er kostnaður við gerð lýsingar hindrun í fjármögnunarferli fyrirtækja?, eftir Arnfríði K. Arnardóttur, sérfræðing í lýsingum og Mikilvægi viðbragðsáætlana vegna lausafjárhættu í starfsemi fjármálafyrirtækja eftir Brynjar Harðarson, sérfræðing í áhættugreiningu.
Annað tölublað Fjármála komið út
ATH: Þessi grein er frá 29. september 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.