Meginmál

Bráðabirgðastjórn skipuð yfir Gable Insurance AG

ATH: Þessi grein er frá 14. október 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið vísar til fréttar dags. 12. október sl. þar sem fram kom að fjármálaeftirlitið í Liechtenstein (FMA) hefði gert Gable Insurance AG að stöðva sölu nýtrygginga og endurnýjun eldri samninga. FMA hefur nú tilkynnt að það hafi skipað bráðabirgðastjórn (e. Special Administrator) yfir Gable Insurance AG.

Frekari upplýsingar er að finna í frétt FMA á heimasíðu eftirlitsins.