Þriðji kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins, vegna innleiðingar Solvency II, verður haldinn fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi kl. 9:00 í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, þriðju hæð. Fundurinn er einkum ætlaður fulltrúum vátryggingafélaganna, ytri og innri endurskoðendum þeirra, sem og öðrum sem áhuga kunna að hafa.
Fundardagskrá er eftirfarandi:
- Innihald og framsetning skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) og skýrslu til eftirlitsaðila (RSR)
Gert er ráð fyrir að fundi ljúki kl. 11:00. Til að fundurinn nýtist þátttakendum sem best eru þeir hvattir til að senda spurningar vegna ofangreinds dagskrárliðar til Fjármálaeftirlitsins. Skráning og móttaka spurninga fer fram á fme@fme.is og er skráningarfrestur til og með 2. nóvember nk.