Nýlegar túlkanir Fjármálaeftirlitsins á tilteknum ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti 20. október 2016
ATH: Þessi grein er frá 20. október 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Fjármálaeftirlitið
hefur sent frá sér dreifibréf til útgefenda, fjármálafyrirtækja og
lífeyrissjóða þar sem vakin er athygli á nýlegum túlkunum á ákvæðum laga um
verðbréfaviðskipti sem Fjármálaeftirlitið hefur birt á heimasíðu sinni á
síðastliðnum mánuðum.
Túlkanirnar
eru þessar:
- Túlkun á birtingu upplýsinga um niðurstöður útboða fjármálagerninga. Túlkunin var birt 19. október
- Túlkun á breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar og flöggunarskyldu. Túlkunin var birt 13. september.
- Túlkun á tilkynningarskyldu fruminnherja samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Túlkunin var birt 24. júní.