Fjármálaeftirlitið kynnir nýjar kröfur til vátryggingafélaga um opinbera birtingu upplýsinga 1. nóvember 2016
ATH: Þessi grein er frá 1. nóvember 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á kynningarfundi vegna Solvency II sem
haldinn verður frá klukkan níu til ellefu fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi
í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins. Þar verður meðal annars fjallað um þær
kröfur sem fylgja Solvency II um innihald og framsetningu skýrslu
vátryggingafélaga um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) og skýrslu til
eftirlitsaðila (RSR).
Fundurinn er einkum ætlaður fulltrúum vátryggingafélaganna, ytri og innri
endurskoðendum þeirra sem og öðrum sem áhuga kunna að hafa svo sem
greiningaraðilum.