Í þessu riti er fjallað um fjármagnshöftin sem komið var á hér á landi í lok nóvember 2008. Rakið er hvers vegna þau voru sett á og lýst skrefunum sem tekin hafa verið til að losa þau og tengdum áhættuþáttum. Fjallað er um þau þrjú skref haftalosunar sem þegar hafa verið stigin; uppgjör slitabúa föllnu bankanna, útboð og aðgreiningu aflandskróna og losun fjármagnshafta á einstaklinga og fyrirtæki. Þá er stöðugleikaskilyrðum slitabúanna lýst sérstaklega í Rammagrein 1. Ritið er þýðing á 8. kafla ritsins Economy of Iceland 2016 sem kom út 13. október sl.
Sérrit 10: Losun fjármagnshafta
ATH: Þessi grein er frá 23. desember 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.