Meginmál

Málstofa um skekkjur og vantalið í greiðslujöfnuði í dag

ATH: Þessi grein er frá 10. janúar 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

 Málstofa um skekkjur og vantalið í greiðslujöfnuði verður haldin í dag, þriðjudaginn 10. janúar klukkan 15:00 í Seðlabanka Íslands. Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri gagnasöfnunar og upplýsingavinnslu í Seðlabanka Íslands mun fjalla um efnið út frá lokaritgerð til meistaragráðu við Nova Information Management School, sem er deild í Universidade NOVA í Lissabon.

Á málstofunni verður fjallað um ýmsar rannsóknir sem hafa verið gerðar á liðnum skekkjur og vantalið í greiðslujöfnuði og tölfræðilegar rannsóknir höfundar á þessu sviði. Þar er m.a. skoðuð fylgni milli ólíkra liða í greiðslujafnaðaruppgjöri og uppgjöri á erlendri stöðu við skekkjur og vantalið, sem og fylgni annarra efnahagslegra liða við sömu stærð. Notuð eru gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bera saman fylgni í 69 löndum. Einnig var gerð rannsókn á endurbirtingum og hvort þær gæfu tilefni til að ætla að hægt væri að finna liði sem skýrðu að einhverju leyti skekkjur og vantalið. Gerð var skoðanakönnun meðal þeirra aðila sem útbúa greiðslujafnaðaruppgjör í nokkrum löndum sem gefur vísbendingar um hvaða atriði þessir aðilar telja helst valda skekkjum og hvernig helst verði unnið gegn þeim.