Meginmál

Drög að reglum um birtingu upplýsinga um fjárfestingarkostnað lífeyrissjóða

ATH: Þessi grein er frá 10. janúar 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2017, sem inniheldur drög að reglum um breytingu á reglum nr. 335/2015 um ársreikninga lífeyrissjóða.

Með drögunum er upplýsingagjöf lífeyrissjóða vegna fjárfestingarkostnaðar samræmd, en við samþykkt reglnanna verður lífeyrissjóðum skylt að birta upplýsingar samkvæmt stöðluðu formi sem er hluti af reglunum.

Fjármálaeftirlitið mun gefa lífeyrissjóðum kost á að gera athugasemdir við drögin og er frestur til að senda inn umsagnir vegna regludraganna er til 26. janúar næstkomandi.