Meginmál

S&P hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í A- vegna sterkari erlendrar stöðu

ATH: Þessi grein er frá 13. janúar 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur í dag hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í A- úr BBB+. Á sama tíma var lánshæfiseinkunnin A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar staðfest. Horfur eru stöðugar.

Hér er upphafleg frétt S&P frá í dag.