Meginmál

Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis

ATH: Þessi grein er frá 25. janúar 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis sem fjallar um störf nefndarinnar á seinni hluta ársins 2016 hefur verið birt á vef bankans.

Lög um Seðlabanka Íslands kveða á um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Lögin kveða á um að peningastefnunefnd haldi fundi að minnsta kosti átta sinnum á ári. Frá því að síðasta skýrsla var send Alþingi hefur nefndin haldið fjóra reglulega fundi, síðast 14. desember. Eftirfarandi skýrsla fjallar um störf nefndarinnar frá júlí til desember 2016.