Meginmál

Áhættumiðað eftirlit kynnt fyrir lífeyrissjóðum

ATH: Þessi grein er frá 7. febrúar 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið efndi í dag til kynningarfundar fyrir lífeyrissjóði um áhættumiðað eftirlit sem fjölmargir fulltrúar lífeyrissjóðanna sóttu. Eftir að Rúnar Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins, hafði opnað fundinn tók Arnar Jón Sigurgeirsson, sérfræðingur í áhættumiðuðu eftirliti, við og annaðist kynninguna.

Kynningin, ásamt spurningum og svörum var tekin upp og má sjá hana hér: 

.