Ólöf Nordal, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, lést í gær eftir erfið veikindi. Ólöf var kjörin í bankaráð í júlí 2013 og var valin formaður þess frá sama tíma. Þegar hún varð innanríkisráðherra í desember 2014 sagði Ólöf sig úr bankaráðinu. Hún var röggsöm og heilsteypt í öllu starfi sínu sem formaður bankaráðs og átti mjög gott samstarf við starfsfólk og stjórnendur bankans. Þeir minnast hennar með virðingu og votta aðstandendum hennar innilega samúð sína.
Ólöf Nordal
ATH: Þessi grein er frá 9. febrúar 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.